Innlent

Átta milljarðar fyrir borun

Orkuveita Reykjavíkur verður að öllum líkindum að greiða um átta milljarða króna fyrir borun háhitaholna auk annara borana við fyrirhugaðar jarðvarmavirkjanir á Hellisheiði og Hengilssvæði. Tilboð voru opnuð í dag. Jarðboranir buðust til að vinna verkið fyrir 7,8 milljarða króna en Íslenskir aðalverktakar og Ístak fyrir 8,3 milljarða. Kostnaðaráætlun sem unnin var fyrir Orkuveituna nam tæpum tíu milljörðum króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×