Innlent

Harður árekstur

Karlmaður er alvarlega slasaður eftir árekstur strætisvagns og vörubíls á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugvegar í morgun. Sex farþegar strætisvagnsins voru fluttir á slysadeild. Bílstjóri Strætisvagnsins var fluttur alvarlega slasaður á Landspítala Háskólasjúkrahús og er hann nú í aðgerð. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu. Farþegar strætisvagnsins slösuðust ekki alvarlega og bílstjóri vörubílsins slapp ómeiddur. Sex farþegar strætisvagnsins voru fluttir á slysadeild og verður gert að sárum þeirra í dag. Tækjabíll slökkviliðsins var sendur á staðinn og þurfti meðal annars að klippa súlur í sundur í strætisvagninum til að ná nokkrum farþeganna úr vagninum. Mikill viðbúnaður lögreglu og björgunarliðs var á slysstað og var gatnamótunum lokað um tíma vegna slyssins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×