Innlent

Mikil fækkun á umferðarslysum meðal ungra ökumanna

Mynd/GVA

Mikil fækkun hefur orðið á umferðarslysum meðal ungra ökumanna á undanförnum sex árum. Ljóst er að löghlýðni ungra karla hefur aukist frá árinu 2000.

Þetta kom fram á málþinginu Ungir ökumenn sem Umferðarstofa stóð fyrir 23. nóvember síðastliðinn. Töluverð fækkun hefur orðið á slysum þar sem ungir karlmenn eiga aðild að en hlutur ungra kvenna helst óbreyttur. Ungir ökumenn teljast þó áfram vera í áhættuhópi en einnig eldri ökumenn og þá sérstaklega eldri konur. Konur greinast mun fyrr í áhættuhóp en karlar eða um 60 ára aldurinn. Karlar greinast hins vegar í áhættuhóp um 75 ára aldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×