Erlent

Óttast að eitrið berist til Rússlands

Hundrað tonn af eiturefnum berast nú með ánni Songhua í Kína eftir mikla sprengingu í efnaverksmiðju fyrir tólf dögum síðan. Nærri fjórar milljónir manna eru án rennandi vatns og flest bendir til að neyðarástand skapist á næstu dögum. Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að senda tugi milljóna af vatnsflöskum til borgarinnar, en íbúar hennar hafa nú þegar verið án rennandi vatns í þrjá daga. Óttast er að eitrið berist til Rússlands á næstu vikum og þarlend stjórnvöld hafa þegar boðað til fundar vegna málsins, þar sem farið verður yfir hvernig best verði brugðist við vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×