Erlent

Fá að framleiða Tamiflu

Yfirvöld á Indonesíu hafa fengið leyfi til að framleiða flensulyfið Tamiflu vegna þess ástands sem upp er komið í landinu vegna fuglaflensu. Heilbrigðisráðherra Indónesíu greindi frá því í morgun að svissneski lyfjarisinn Roche AG hefði ákveðið að veita Indónesum þetta leyfi. Ráðherrann sagði einnig að verið væri að vinna í því að flytja inn hráefni í lyfið frá Kóreu.

Í morgun var jafnframt greint frá því að í dag yrði mörg þúsund fuglum fargað í höfuðborginni Jakarta, í því augnamiði að minnka líkurnar á útbreiðslu flensunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×