Erlent

Pinochet í stofufangelsi

Andstæðingar Pinochet fjölmenntu fyrir framan dómstólinn þar sem réttað var í máli hans.
Andstæðingar Pinochet fjölmenntu fyrir framan dómstólinn þar sem réttað var í máli hans.

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur verið dæmdur í stofufangelsi, eftir að hann var ákærður fyrir mannréttindabrot fyrir dómstóli í Chile.

Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr var Pinochet sleppt gegn greiðslu eftir ákærur vegna efnahagsbrota. Tvisvar sinnum á undanförnum mánuðum hefur Pinochet sloppið við stofufangelsi vegna bágrar heilsu. Dómarinn í mannréttindamálinu í gær úrskurðaði Pinochet hins vegar fullfæran um að sitja í slíku fangelsi, þrátt fyrir árin níutíu og ýmsa kvilla sem hrjáð hafa einræðisherran undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×