Erlent

Tvö kíló af kjöti á tólf mínútum

Tekið hraustlega til matar síns. Keppendur í ham í gær. Sigurvegarinn Sonya Thomas stendur fyrir miðju.
Tekið hraustlega til matar síns. Keppendur í ham í gær. Sigurvegarinn Sonya Thomas stendur fyrir miðju.

Bandaríkjamenn neyta jafnan ómælds magns af kalkúnakjöti á þessum árstíma er þakkargjörðarhátíðin svonefnda er haldin. Í þessu samfélagi samkeppninnar vilja menn vitanlega vita hver geti borðað hraðast og mest af hinu ljúffenga kjöti.

Í slíku kappáti sem fram fór á veitingastaðnum Artie's Deli í New York í gær varð Sonya Thomas frá Virginíuríki hlutskörpust. Á þeim 12 mínútum sem keppendum voru gefnar til að háma í sig heilsteiktan kalkúninn gleypti hún 1,9 kg af kjöti og sló þar með öllum keppinautum sínum af hinu kyninu við.

Thomas sjálf er 45 kg að þyngd en hefur unnið fleiri kappátskeppnir, meðal annars innbyrt 65 harðsoðin egg á 6 mínútum og 40 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×