Erlent

Mega styrkja félagasamtök

Fjölmiðlar og félagasamtök í Danmörku geta þegið fé frá samtökum sem talin eru hafa framið hryðjuverk án þess að gerast brotleg við lögin. Hins vegar mega danskir þegnar og fyrirtæki ekki veita hryðjuverkasamtökum fjárstuðning.

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra segir í viðtali við Berlingske Tidende að þetta komi sér á óvart og málið verði rannsakað. Ástæðan fyrir því að þetta mál kemur upp nú er krafa Tyrkja og Bandaríkjamanna um að kúrd­ískri­ sjónvarpsstöð sem sendir út frá Danmörku verði lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×