Erlent

Merkel lætur ekkert uppi

Merkel og Blair á blaðamannafundi í Downingstræti 10 í gær.
Merkel og Blair á blaðamannafundi í Downingstræti 10 í gær.

Nýi þýski kanslarinn Angela Merkel gætti sín á því í gær, er hún átti viðræður við ráðamenn í Lundúnum, að gefa ekkert uppi um hvar hún stæði í deilunni um fjárlög Evrópusambandsins fyrir tímabilið 2007-2013.

Helstu pólarnir í þeirri deilu eru Bretar og Frakkar. Ráðamenn í Lundúnum vilja skera landbúnaðarstyrki ESB niður við trog en slíkum tillögum verjast Frakkar með kjafti og klóm. Samningar um fjárlagarammann tókust ekki á leiðtogafundi í júní þar sem Bretar neituðu að láta snerta við endurgreiðslum sem þeir fá úr sjóðum ESB nema gengið yrði að tillögu þeirra um niðurskurð landbúnaðarstyrkjanna.

Á sameiginlegum blaðamannafundi með Tony Blair var Merkel í tvígang spurð um afstöðu sína í málinu en hún svaraði því einu til að málamiðlun yrði að nást.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×