Sagður haldinn hreinlætisáráttu 21. júní 2005 00:01 Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, er hinn viðkunnanlegasti, hefur dálæti á kartöfluflögum og er haldinn hreinlætisáráttu. Fimm fangaverðir, sem gættu Saddams um tíu mánaða skeið, sjá ástæðu til að koma þessum upplýsingum á framfæri og einnig því að Saddam telji sig enn vera forseta Íraks. Bandarískir fjölmiðlar hafa birt viðtöl við fangaverðina sem hefur verið fyrirskipað að láta ekkert uppi um það hvar Saddam Hussein er í haldi og bíður réttarhalda. Þeir eru þó alls ófeimnir við að segja frá persónulegum kynnum sínum af forsetanum fyrrverandi, segja hann hafa sýnt áhuga á þeirra persónulegu högum, ráðlagt þeim í kvennamálum og boðið þeim til Íraks þegar hann kæmist aftur til valda. Sean O'Shea, einn þeirra, segir að sín fyrstu kynni af forsetanum fyrrverandi hafi verið þegar hann hafi komið út úr klefa sínum og lagt hönd á hjartastað og spurt hvernig hann hefði það. Hann hafi bæði viljað brosa en einnig vera ógnvekjandi. Jonathan Reese, sem einnig gætti Saddams, segist hafa sagt við Saddam að það væri ánægjulegt að hitta hann en eftir á hefði hann öskrað innra með sér að það væri ekki gleðilegt. Ekki er annað að heyra en Saddam búi við ágætis kost í varðhaldinu. O´Shea segir að fangvörðunum hafi verið skipað að koma fram við hann af kurteisi og virðingu, öfugt við það sem gilt hafi í Abu Ghraib fangelsinu. Eftir að það mál hafi komið upp hafi allt verið mjög innilegt og Saddam hafi komið vel fram við verðina. Í morgunmat hafi hann viljað fá Raisin Bran hveitiklíð en hafi þótt Fruit Loop ávaxtahringirnir vondir. Hann hafi einnig haldið upp á Cheetos- kartöfluflögur en eftir að þær hafi klárast hafi Doritos-flögur verið í uppáhaldi hjá forsetanum fyrrverandi. Saddam mun hafa rifjað upp fyrir þá daginn sem Bandamenn réðist inn í Írak árið 2003. Höllin sem Saddam hugðist flýja til var sprengd og á meðan skriðdrekar bandamanna óku um göturnar flýði Saddam í leigubíl. Þá hafi hann sagt að Írakar hefðu ekki átt gereyðingarvopn og þau myndu ekki finnast. Í sömu andrá hafi hann ekki sagst vera í neinum tengslum við Osama bin Laden. Saddam var tekinn höndum þegar hann fannst falinn í neðanjarðarholu í desember árið 2003. Bandarísk stjórnvöld hafa haldið því fram að þau hafi fengið upplýsingar um dvalarstað Saddams úr ýmsum áttum en það segir Saddam rangt. Aðeins einn maður hafi vitað um felustaðinn og sá hafi fengið greitt fyrir að halda honum leyndum. O´Shea segir hann hafa líkt sjálfum sér við Jesú og sagði manninn sem sveik hann hafa verið eins og Júdas. Forsetinn fyrrverandi ræddi einnig um syni sína sem her bandamanna banaði. O´Shea segir að Saddam hafi sagt að það væri gott að þeir skyldu hafa dáið fyrir guð og ættjörðina, en þetta hafi verið í eina skiptið sem hann hafi séð Saddam klökkna. Talsmaður Pentagon vildi ekkert tjá sig um yfirlýsingar fangavarðanna. Utanríkisráðherra Íraks tilkynnti í dag að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hæfust á þessu ári. Ákæran á hendur honum er viðamikil og tekur til glæpa gegn mannkyni í þau 23 ár sem Saddam var við völd í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, er hinn viðkunnanlegasti, hefur dálæti á kartöfluflögum og er haldinn hreinlætisáráttu. Fimm fangaverðir, sem gættu Saddams um tíu mánaða skeið, sjá ástæðu til að koma þessum upplýsingum á framfæri og einnig því að Saddam telji sig enn vera forseta Íraks. Bandarískir fjölmiðlar hafa birt viðtöl við fangaverðina sem hefur verið fyrirskipað að láta ekkert uppi um það hvar Saddam Hussein er í haldi og bíður réttarhalda. Þeir eru þó alls ófeimnir við að segja frá persónulegum kynnum sínum af forsetanum fyrrverandi, segja hann hafa sýnt áhuga á þeirra persónulegu högum, ráðlagt þeim í kvennamálum og boðið þeim til Íraks þegar hann kæmist aftur til valda. Sean O'Shea, einn þeirra, segir að sín fyrstu kynni af forsetanum fyrrverandi hafi verið þegar hann hafi komið út úr klefa sínum og lagt hönd á hjartastað og spurt hvernig hann hefði það. Hann hafi bæði viljað brosa en einnig vera ógnvekjandi. Jonathan Reese, sem einnig gætti Saddams, segist hafa sagt við Saddam að það væri ánægjulegt að hitta hann en eftir á hefði hann öskrað innra með sér að það væri ekki gleðilegt. Ekki er annað að heyra en Saddam búi við ágætis kost í varðhaldinu. O´Shea segir að fangvörðunum hafi verið skipað að koma fram við hann af kurteisi og virðingu, öfugt við það sem gilt hafi í Abu Ghraib fangelsinu. Eftir að það mál hafi komið upp hafi allt verið mjög innilegt og Saddam hafi komið vel fram við verðina. Í morgunmat hafi hann viljað fá Raisin Bran hveitiklíð en hafi þótt Fruit Loop ávaxtahringirnir vondir. Hann hafi einnig haldið upp á Cheetos- kartöfluflögur en eftir að þær hafi klárast hafi Doritos-flögur verið í uppáhaldi hjá forsetanum fyrrverandi. Saddam mun hafa rifjað upp fyrir þá daginn sem Bandamenn réðist inn í Írak árið 2003. Höllin sem Saddam hugðist flýja til var sprengd og á meðan skriðdrekar bandamanna óku um göturnar flýði Saddam í leigubíl. Þá hafi hann sagt að Írakar hefðu ekki átt gereyðingarvopn og þau myndu ekki finnast. Í sömu andrá hafi hann ekki sagst vera í neinum tengslum við Osama bin Laden. Saddam var tekinn höndum þegar hann fannst falinn í neðanjarðarholu í desember árið 2003. Bandarísk stjórnvöld hafa haldið því fram að þau hafi fengið upplýsingar um dvalarstað Saddams úr ýmsum áttum en það segir Saddam rangt. Aðeins einn maður hafi vitað um felustaðinn og sá hafi fengið greitt fyrir að halda honum leyndum. O´Shea segir hann hafa líkt sjálfum sér við Jesú og sagði manninn sem sveik hann hafa verið eins og Júdas. Forsetinn fyrrverandi ræddi einnig um syni sína sem her bandamanna banaði. O´Shea segir að Saddam hafi sagt að það væri gott að þeir skyldu hafa dáið fyrir guð og ættjörðina, en þetta hafi verið í eina skiptið sem hann hafi séð Saddam klökkna. Talsmaður Pentagon vildi ekkert tjá sig um yfirlýsingar fangavarðanna. Utanríkisráðherra Íraks tilkynnti í dag að réttarhöldin yfir Saddam Hussein hæfust á þessu ári. Ákæran á hendur honum er viðamikil og tekur til glæpa gegn mannkyni í þau 23 ár sem Saddam var við völd í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira