Erlent

Afganir ósáttir við Pakistana

Stjórnvöld í Afganistan þrýsta nú á Pakistana að herða aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum í Pakistan. Afganar telja þá ekki leggja sig fram og segja að það verði aldrei friður í Afganistan nema ríkisstjórnir beggja landa taki höndum saman í baráttunni við hryðjuverkamenn. Talið er að flugumenn al-Kaída í Afganistan komi flestir frá Pakistan. Stöðug átök hafa verið í suður- og austurhluta Afganistans síðustu mánuði og hafa 280 uppreisnarmenn og 29 bandarískir hermenn fallið síðan í mars.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×