Viðey aðeins fyrir Sjálfstæðismenn 18. júlí 2005 00:01 "Þetta er lýsandi dæmi um R-listann sem er að reyna draga athyglina frá þeim ógöngum sem meirihlutinn í borginni er kominn í," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson en í morgunútvarpi Talstöðvarinnar í gær ásakaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sjálfstæðismenn í Reykjavík um að hafa ekkert fram að færa við stjórn Reykjavíkurborgar. "Það eina sem þeir hafa sagt jákvætt eru hugmyndir um byggð í eyjunum út af Reykjavík en þær verða aldrei að veruleika fyrr en eftir sjötíu til hundrað ár og varða veruleika Reykvíkinga í dag ekki miklu. Það er merkilegt að sjá að Vilhjálmur virðist beita sér sérstaklega fyrir elítubyggð í Viðey þar sem einungis hundrað fjölskyldur eiga að búa og miðað við reynsluna af fyrri stjórn Sjálfstæðisflokksins í borginni, verða þeir útvaldir gæðingar sem fá þar að byggja enda hefur venjulegt fólk ekki efni á því. Þetta er fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er að tala fyrir, svokallað hátekjufólk. Á meðan hafa þeir ekkert um skólamáltíðir eða félagslegar íbúðir að segja," segir Össur. "Við erum búin að vinna mjög öflugt málefnastarf að undanförnu meðal annars um framtíðarbyggð í eyjunum við Reykjavík og þar á meðal Viðey sem er hluti af þessum hugmyndum. Við erum að gera ráð fyrir um þrjátíu þúsund manna byggð og erum að kynna þessar hugmyndir á fundum með fólki í borginni. Það er ekkert víst að þessi tillaga verði endanleg en orð Össurar eru útúrsnúningur um þá málefnavinnu sem við höfum unnið. R-listinn hefur það að stefnu að reyna að draga athyglina frá því gjaldþroti sem listinn er kominn í. Borgarfulltrúar listans mega ekki vera að því að vinna við að stjórna borginni þar sem þeir eru uppteknir við að tjasla saman R-listanum og svo verður það að koma í ljós hvernig það tekst, en hvort tveggja er í ólestri," segir Vilhjálmur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
"Þetta er lýsandi dæmi um R-listann sem er að reyna draga athyglina frá þeim ógöngum sem meirihlutinn í borginni er kominn í," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson en í morgunútvarpi Talstöðvarinnar í gær ásakaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sjálfstæðismenn í Reykjavík um að hafa ekkert fram að færa við stjórn Reykjavíkurborgar. "Það eina sem þeir hafa sagt jákvætt eru hugmyndir um byggð í eyjunum út af Reykjavík en þær verða aldrei að veruleika fyrr en eftir sjötíu til hundrað ár og varða veruleika Reykvíkinga í dag ekki miklu. Það er merkilegt að sjá að Vilhjálmur virðist beita sér sérstaklega fyrir elítubyggð í Viðey þar sem einungis hundrað fjölskyldur eiga að búa og miðað við reynsluna af fyrri stjórn Sjálfstæðisflokksins í borginni, verða þeir útvaldir gæðingar sem fá þar að byggja enda hefur venjulegt fólk ekki efni á því. Þetta er fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er að tala fyrir, svokallað hátekjufólk. Á meðan hafa þeir ekkert um skólamáltíðir eða félagslegar íbúðir að segja," segir Össur. "Við erum búin að vinna mjög öflugt málefnastarf að undanförnu meðal annars um framtíðarbyggð í eyjunum við Reykjavík og þar á meðal Viðey sem er hluti af þessum hugmyndum. Við erum að gera ráð fyrir um þrjátíu þúsund manna byggð og erum að kynna þessar hugmyndir á fundum með fólki í borginni. Það er ekkert víst að þessi tillaga verði endanleg en orð Össurar eru útúrsnúningur um þá málefnavinnu sem við höfum unnið. R-listinn hefur það að stefnu að reyna að draga athyglina frá því gjaldþroti sem listinn er kominn í. Borgarfulltrúar listans mega ekki vera að því að vinna við að stjórna borginni þar sem þeir eru uppteknir við að tjasla saman R-listanum og svo verður það að koma í ljós hvernig það tekst, en hvort tveggja er í ólestri," segir Vilhjálmur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira