Viðey aðeins fyrir Sjálfstæðismenn 18. júlí 2005 00:01 "Þetta er lýsandi dæmi um R-listann sem er að reyna draga athyglina frá þeim ógöngum sem meirihlutinn í borginni er kominn í," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson en í morgunútvarpi Talstöðvarinnar í gær ásakaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sjálfstæðismenn í Reykjavík um að hafa ekkert fram að færa við stjórn Reykjavíkurborgar. "Það eina sem þeir hafa sagt jákvætt eru hugmyndir um byggð í eyjunum út af Reykjavík en þær verða aldrei að veruleika fyrr en eftir sjötíu til hundrað ár og varða veruleika Reykvíkinga í dag ekki miklu. Það er merkilegt að sjá að Vilhjálmur virðist beita sér sérstaklega fyrir elítubyggð í Viðey þar sem einungis hundrað fjölskyldur eiga að búa og miðað við reynsluna af fyrri stjórn Sjálfstæðisflokksins í borginni, verða þeir útvaldir gæðingar sem fá þar að byggja enda hefur venjulegt fólk ekki efni á því. Þetta er fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er að tala fyrir, svokallað hátekjufólk. Á meðan hafa þeir ekkert um skólamáltíðir eða félagslegar íbúðir að segja," segir Össur. "Við erum búin að vinna mjög öflugt málefnastarf að undanförnu meðal annars um framtíðarbyggð í eyjunum við Reykjavík og þar á meðal Viðey sem er hluti af þessum hugmyndum. Við erum að gera ráð fyrir um þrjátíu þúsund manna byggð og erum að kynna þessar hugmyndir á fundum með fólki í borginni. Það er ekkert víst að þessi tillaga verði endanleg en orð Össurar eru útúrsnúningur um þá málefnavinnu sem við höfum unnið. R-listinn hefur það að stefnu að reyna að draga athyglina frá því gjaldþroti sem listinn er kominn í. Borgarfulltrúar listans mega ekki vera að því að vinna við að stjórna borginni þar sem þeir eru uppteknir við að tjasla saman R-listanum og svo verður það að koma í ljós hvernig það tekst, en hvort tveggja er í ólestri," segir Vilhjálmur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
"Þetta er lýsandi dæmi um R-listann sem er að reyna draga athyglina frá þeim ógöngum sem meirihlutinn í borginni er kominn í," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson en í morgunútvarpi Talstöðvarinnar í gær ásakaði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sjálfstæðismenn í Reykjavík um að hafa ekkert fram að færa við stjórn Reykjavíkurborgar. "Það eina sem þeir hafa sagt jákvætt eru hugmyndir um byggð í eyjunum út af Reykjavík en þær verða aldrei að veruleika fyrr en eftir sjötíu til hundrað ár og varða veruleika Reykvíkinga í dag ekki miklu. Það er merkilegt að sjá að Vilhjálmur virðist beita sér sérstaklega fyrir elítubyggð í Viðey þar sem einungis hundrað fjölskyldur eiga að búa og miðað við reynsluna af fyrri stjórn Sjálfstæðisflokksins í borginni, verða þeir útvaldir gæðingar sem fá þar að byggja enda hefur venjulegt fólk ekki efni á því. Þetta er fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er að tala fyrir, svokallað hátekjufólk. Á meðan hafa þeir ekkert um skólamáltíðir eða félagslegar íbúðir að segja," segir Össur. "Við erum búin að vinna mjög öflugt málefnastarf að undanförnu meðal annars um framtíðarbyggð í eyjunum við Reykjavík og þar á meðal Viðey sem er hluti af þessum hugmyndum. Við erum að gera ráð fyrir um þrjátíu þúsund manna byggð og erum að kynna þessar hugmyndir á fundum með fólki í borginni. Það er ekkert víst að þessi tillaga verði endanleg en orð Össurar eru útúrsnúningur um þá málefnavinnu sem við höfum unnið. R-listinn hefur það að stefnu að reyna að draga athyglina frá því gjaldþroti sem listinn er kominn í. Borgarfulltrúar listans mega ekki vera að því að vinna við að stjórna borginni þar sem þeir eru uppteknir við að tjasla saman R-listanum og svo verður það að koma í ljós hvernig það tekst, en hvort tveggja er í ólestri," segir Vilhjálmur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira