Erlent

Harry Potter leki

Beðið er með eftirvæntingu eftir nýjustu Harry Potter bókinni sem á að hefja sölu á þann sextánda þessa mánaðar. Mikil leynd hvílir yfir útgáfunni og er búðum stranglega bannað að hefja sölu á henni fyrr en á útgáfudagi. Níu ára drengur í New York fylki datt í lukkupottinn þar sem ein bókabúð hafði óvart sett bókina í sölu. Hann keytpi bókina og hóf lesturinn en féllst síðan á að skila bókinni eftir að hafa lesið nokkrar blaðsíður. Úgefandi Harry Potter í Bandaríkjunum segir að fjölskylda drengsins hafi haft samband og látið vita af eintakinu á heimili sínu. Milljónir eintaka af bókinni hlaðast nú upp í bókabúðum í Bandaríkjunum og útgefandinn segir að þetta sé fyrsti "lekinn" sem vitað er um þar í landi. Í síðustu viku var bókin óvart sett í sölu í bókabúð í Vancouver í Kanada og forlagið þar í landi fékk dómsúrskurð þess efnis að kaupendur mættu ekki upplýsa um innihald bókarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×