Danir taki hótanir alvarlega 13. júlí 2005 00:01 Danmörk er næsta skotmark hryðjuverkamanna í Evrópu, segja samtökin al-Qaida í nýrri yfirlýsingu. Hryðjuverkasérfræðingur segir að Danir verði að taka endurteknar ógnanir um árás alvarlega. Samtökin sem stóðu að baki árásunum í Madríd í fyrra, og kennd eru við Abu Hafs al-Masri, birtu yfirlýsingu á netinu á sunndaginn, skrifar dagblaðið Jyllands Posten í morgun. Í yfirlýsingunni er Allah þakkað fyrir aðstoðina við árásirnar í London í síðustu viku, sem eru sagðar tákna upphafið að stríði. Ennfremur segir í yfirlýsingunni: „Þetta er aðvörun til allra evrópskra landa sem enn hafa hermenn í löndum múslima, en fyrst og fremst til Danmerkur. Það verður ekki öruggt í löndum ykkar, svo lengi sem hermenn ykkar, morðingjarnir, eru til staðar í múslimskum löndum." Þetta er í annað skiptið sem Danmörku er hótað beint, í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London. Bandarískur sérfræðingur í hryðjuverkum segir í viðtali við Jyllands Posten að Danmörku stafi í sjálfu sér ekki hætta af þessum samtökum, og bendir á að þau hafi á undanförnum árum lýst svo til öllum hryðjuverkaárásum í heiminum á hendur sér. Rita Katz segir hins vegar að Danir þurfi að taka það alvarlega að Danmörk sé nefnd oftar í svona tilkynningum. Það gæti haft þau áhrif að einhver taki áskoruninni, eins og hún orðar það. Þessi orð Ritu Katz byggjast á því að Al Qaida séu ekki ein samtök, heldur hugmyndafræði sem hópar víðs vegar um heim aðhyllast, og að hryðjuverkin séu framkvæmd í nafni hugtaksins. Þannig segir Rita að meðlimir slíkra minni samtaka gætu litið á þessar yfirlýsingar sem blessun Al Qaeida á að Danmörk sé löglegt skotmark. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, var sagt frá nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir dagblaðið Berlingske Tidende, sem sýnir að 75% Dana telja líklegt að öfgafullir múslimar framkvæmi hryðjuverk í Danmörku á næstu árum. Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Danmörk er næsta skotmark hryðjuverkamanna í Evrópu, segja samtökin al-Qaida í nýrri yfirlýsingu. Hryðjuverkasérfræðingur segir að Danir verði að taka endurteknar ógnanir um árás alvarlega. Samtökin sem stóðu að baki árásunum í Madríd í fyrra, og kennd eru við Abu Hafs al-Masri, birtu yfirlýsingu á netinu á sunndaginn, skrifar dagblaðið Jyllands Posten í morgun. Í yfirlýsingunni er Allah þakkað fyrir aðstoðina við árásirnar í London í síðustu viku, sem eru sagðar tákna upphafið að stríði. Ennfremur segir í yfirlýsingunni: „Þetta er aðvörun til allra evrópskra landa sem enn hafa hermenn í löndum múslima, en fyrst og fremst til Danmerkur. Það verður ekki öruggt í löndum ykkar, svo lengi sem hermenn ykkar, morðingjarnir, eru til staðar í múslimskum löndum." Þetta er í annað skiptið sem Danmörku er hótað beint, í kjölfar hryðjuverkaárásanna í London. Bandarískur sérfræðingur í hryðjuverkum segir í viðtali við Jyllands Posten að Danmörku stafi í sjálfu sér ekki hætta af þessum samtökum, og bendir á að þau hafi á undanförnum árum lýst svo til öllum hryðjuverkaárásum í heiminum á hendur sér. Rita Katz segir hins vegar að Danir þurfi að taka það alvarlega að Danmörk sé nefnd oftar í svona tilkynningum. Það gæti haft þau áhrif að einhver taki áskoruninni, eins og hún orðar það. Þessi orð Ritu Katz byggjast á því að Al Qaida séu ekki ein samtök, heldur hugmyndafræði sem hópar víðs vegar um heim aðhyllast, og að hryðjuverkin séu framkvæmd í nafni hugtaksins. Þannig segir Rita að meðlimir slíkra minni samtaka gætu litið á þessar yfirlýsingar sem blessun Al Qaeida á að Danmörk sé löglegt skotmark. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær, var sagt frá nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir dagblaðið Berlingske Tidende, sem sýnir að 75% Dana telja líklegt að öfgafullir múslimar framkvæmi hryðjuverk í Danmörku á næstu árum.
Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira