Erlent

Frestað vegna morða á verjendum

Réttað yfir Saddam Hussein og samverkamönnum hans.
Réttað yfir Saddam Hussein og samverkamönnum hans. MYND/AP

Réttarhöldunum yfir Saddam Hússein og þeim sem þátt áttu í voðaverkum í stjórnartíð hans í Írak, var snarlega frestað í dag. Ástæðan: Búið er að drepa verjendur nokkurra sakborninga og þeir hafa enga fundið til að taka við starfanum.

Saddam Hússein var leiddur fyrir dómara í dag og var heldur ósáttur við það. Hann reifst við dómarann og kvartaði undan hersetuliðinu í landinu:

Í dag var sýndur vitnisburður af myndbandi þar sem vitnið hefur látist í millitíðinni.

En réttarhaldið stóð ekki lengi: því var frestað til 5. desember þar sem nokkrum sakborninganna hefur gengið illa að fá nýja verjendur eftir að þeir sem fyrst tóku málið af sér voru drepnir einn af öðrum. Einn til viðbótar flýði land eftir að honum var sýnt banatilræði.

Almenningur vill helst að málinu verði haldið áfram og því lokið. Í Tíkrít, heimabæ Saddams, kvað þó við annan tón.

Þegar réttarhaldið heldur áfram eru aðeins tíu dagar til þingkosninga í Írak en búist er við því að hryðjuverka- og uppreisnarmenn reyni allt hvað þeir geta til að valda uppþoti, úlfúð og blóðsúthellingum við það tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×