Innlent

Fjórir handteknir fyrir vörslu fíkniefna í nótt

Lögreglan í Reykjavík handtók fjóra menn í nótt, eftir að hafa stöðvað bíl þeirra á Sæbraut, en rétt áður en til þess kom, flugu fíkniefnaskammtar út úr bílnum á ferð. Þrátt fyrir það fundust fíkniefni á einum mannanna og fíkniefnahundur fann síðan nokkra amfetaminskammta og hníf, falin á bakvið aftursæti bílsins. Auk þessa reyndist einn mannanna eftirlýstur vegna annarra innbrota og hinir hafa komið við sögu vegna fíkniefnabrota. Þeir eru allir í haldi lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×