Erlent

Ungur maður finnst myrtur á hótelherbergi í Kaupmannahöfn

17 ára gamall karlmaður fannst myrtur á hótelherbergi í Kaupmannahöfn í nótt. Maðurinn, sem er af afrískum uppruna, var með áverka á höfði en allt bendir til þess að hann hafi verið skotinn. Lögreglan hefur girt af svæðið í nágrenni Continent hótelsins, þar sem maðurinn fannst, en fyrir framan hótelið fannst hnífur, taska og kreditkort sem talin eru tengjast morðinu. Hótelið hýsir meðal annars nýja innflytjendur á meðan þeir bíða eftir að fá varanlegan dvalarstað. Um síðustu jól var þar mikill bruni með þeim afleiðingum að þrír létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×