Erlent

Réttarhöldin yfir Saddam halda áfram

MYND/Reuters

Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, og sjö fyrrverandi samstarfsmönnum hans verður framhaldið í dag eftir sex vikna hlé. Öryggigæsla í tengslum við réttarhöldin hefur verið aukin stórlega eftir að tveir verjendur hinna ákærðu voru myrtir á dögunum. Saddam og samstarfsmönnunnum er gefið að sök að hafa fyrirskipað morð á 150 sjítamúslimum eftir að reynt var að ráða Saddam af dögum árið 1982. Verði þeir fundnir sekir geta þeir átt yfir höfði sér dauðadóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×