Erlent

Tíu manns létust í jarðskjálfta í Íran

Minnst tíu manns létust og hundruðir húsa gjöreyðilögðust þegar jarðskjálfti upp á 5,9 á richter skók suðurhluta Írans í gær. Þá slösuðust sjötíu manns í skjálftanum og nokkrir eru enn í lífshættu. Upptök skjálftans voru við Persaflóa og miklar skemmdir urðu í sjö þorpum í suðurhluta Írans. Þá varð skjálftans einnig vart í nágrannaríkjunum Óman og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Á eyjunnni Quesm, sem er við Persaflóa, skemmdist flugvöllur og hluti sjúkrahúss hrundi. Hjálparstarfsmenn vinna nú hörðum höndum við að aðstoða fólk á svæðinu, sem er strjálbýlt og þar af leiðandi ekki búist við að tala látinna muni hækka mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×