Innlent

Búið að finna nafn mannsins

Lögreglunni í Reykjavík tókst í gærkvöldi að komast að nafni mannsins, sem stór slasaðist þegar ekið var á hann á Miklubraut í fyrrinótt. Hann er 51 árs og einhleypur. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæsludeild frá því að slysið varð, en verður væntanlega vakinn í dag. Læknum tókst fljótt að stöðva alvarlegar innvortis blæðingar en ljóst er að hann verður að dvelja á sjúkrahúsi í nokkrar vikur, því hann er meðal annars mjaðmargrindarbrotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×