Erlent

Aðeins fimm prósent kæra

Rúmlega tuttugu og átta þúsund manneskjur voru handteknar á Spáni á síðasta ári vegna heimilisofbeldis. Alls bárust lögreglunni yfir 43.800 kvartanir vegna ofbeldis á konum í landinu.

Frá janúar fram í nóvember á þessu ári voru 56 konur myrtar á Spáni af mökum sínum eða fyrrverandi mökum. Það eru ellefu prósentum færri morð en í fyrra en þá voru 72 konur myrtar. Talið er að aðeins fimm prósent þolenda heimilisofbeldis á Spáni kæri verknaðinn til lögreglu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×