Erlent

Búist við miklu hvassviðri

Búist er við miklu hvassviðri af völdum hitabeltisstormsins Delta á Kanaríeyjum í dag. Delta var yfir miðju Atlantshafi í gær og var vindhraði hans síðdegis um 65 km/klst. og fór í 80 km/klst. í mestu byljunum. Veðurfræðingar eiga von á því að stormurinn nái yfir eyjarnar í dag.

Ekki er hægt að spá fyrir um hvaða óskunda hann veldur því búist er við að heldur dragi úr krafti hans þegar hann nálgast eyjarnar. Delta er tuttugasti og fimmti stormurinn á Atlantshafi í ár, en stormar yfir hafinu hafa aldrei mælst fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×