Keflavíkurstúlkur lögðu ÍS
Íslandsmeistarar Keflavíkur hófu titilvörnina með sigri í Iceland Express deildinni í körfuknattleik kvenna í gærkvöld, þegar liðið lagði Stúdínur með 77 stigum gegn 61. Reshea Bristol var stigahæst í liði Keflavíkur með 16 stig og Signý Hermannsdóttir skoraði sömuleiðis 16 fyrir ÍS.>