Innlent

Styttist í ákvörðun í Texas

"Það mun eitthvað fara gerast fljótlega í þessum málum því skrifstofa ríkisstjóra sagði ákvörðunar að vænta eftir fjórar til sex vikur og nú eru liðnar fjórar vikur," segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF-hópsins, sem vinnur að því að fá Aron Pálma Ágústsson leystan úr haldi í Texas í Bandaríkjunum. "Það er hins vegar ánægjulegt að Grandi hefur ákveðið að kosta heimför Arons Pálma og við erum vongóðir en getum ekki fullyrt um eitt né neitt," sagði Einar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×