Erlent

Verkfalli í gulliðnaði aflýst

Verkfalli í gulliðnaði í Suður-Afríku, sem staðið hefur síðan á sunnudag, lauk í dag eftir að stærsta verkalýðsfélag námuverkamanna í landinu náði samkomulagi við gullframleiðendur um hærri laun til handa verkamönnunum. Alls lögðu um 100 þúsund námuverkamenn niður vinnu til að knýja á um betri kjör og við það lamaðist gullframleiðsla í landinu nánast algjörlega, en Suður-Afríka er stærsti framleiðandi gullstanga í heiminum. Þetta var fyrsta verkfallið í 18 ár í gulliðnaði í Suður-Afríku, en verkamennirnir náðu að knýja fram 6-7 prósenta launahækkun og  munu snúa aftur til vinnu í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×