Erlent

Nýr forseti í Súdan

Salva Kiir Mayardit sór í gær embættiseið sem fyrsti varaforseti Súdans. Við sama tækifæri tók hann við stjórnartaumunum í Suður-Súdan. John Garan de Mabior, forveri Kiir, dó í þyrluslysi 30. júlí og síðan þá hefur verið nokkur ólga í landinu. Þeir félagarnir voru í forystu Frelsissamtaka Suður-Súdan sem þar til í janúar á þessu ári börðust fyrir sjálfstæði héraðsins . Við athöfnina í gær vísaði Kiir því á bug að hann hygðist auka á sundrunguna í landinu og um leið hét hann því að vinna að friði í sameinuðu Súdan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×