Erlent

Tafir á Heathrow vegna verkfalls

Talsverð seinkun hefur orðið á flugi frá Heathrow-flugvelli í Lundúnum í dag vegna verkfalls starfsmanna British Airways. Tæplega 700 starfsmönnum fyrirtækisins Gate Gourmet sem sér um flugeldhúsin á Heathrow-flugvelli var sagt upp í gær og lögðu starfmenn British Airways niður vinnu í dag til að sína þeim stuðning. Hefur þetta valdið talsverðum töfum á flugi British Airways en ekki er talið að verkfallið muni valda seinkunum á flugi hingað til lands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×