Erlent

Abu Qatada meðal hinna handteknu

Jórdanski klerkurinn Abu Qatada, sem starfað hefur á Bretlandi og hefur verið undir lögreglueftirliti, er á meðal þeirra tíu manna sem handteknir voru í Bretlandi í morgun þar sem þeir eru taldir ógna öryggi þjóðarinnar. Lögfræðingur Qatada staðfestir þetta við Reuters-fréttastofuna. Spænskur rannsóknardómari heldur því fram að hann hafi verið andlegur leiðtogi hryðjuverkamannanna víða um heim, meðal annars þeirra sem gerðu árásirnar 11. september 2001 í Bandaríkjunum. Qatada hefur búið í Bretlandi frá árinu 1993 en þangað kom hann frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og sótti um hæli fyrir sig og fjölskyldu sína. Bresk stjórnvöld telja hann mjög hættulegan, en í síðustu viku greindu þau frá því að til stæði að vísa úr landi öfgafullum íslamistum sem talið væri að hvettu til hryðjuverka eða lofuðu þá sem stæðu fyrir þeim. Það lítur því út fyrir að klerkurinn sé á leið úr landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×