Erlent

Smygli ekki vopnum til Íraks

Írönsk stjórnvöld segja það alrangt að írönskum vopnum sé smyglað yfir landamæri Írans til Íraks eins og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur haldið fram. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins segir Rumsfeld vera að reyna að breiða yfir mistök Bandaríkjamanna í Írak með þessari yfirlýsingu. Forsætisráðherra Íraks sagði að íröksk öryggisyfirvöld myndu rannsaka ásakanirnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×