Erlent

Mannskætt umferðarslys í Mexíkó

Að minnsta kosti 10 manns fórust og 14 slösuðust þegar strætisvagn og vörubifreið skullu saman í miðhluta Mexíkó í gær. Slysið varð eftir að vörubíllinn varð bremsulaus í brattri brekku og rann hann því niður á gríðarmiklum hraða á strætisvagninn með fyrrgreindum afleiðingum. Níu farþegar í strætisvagninum létust auk bílstjóra vörubílsins. Slysið átti sér stað 275 kílómetra norðvestur af Mexíkóborg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×