Erlent

Norskur fjársvikari fyrirfór sér

Norski fjársvikarinn Ole Christian Bach skaut sig í bifreið sinni á flótta undan sænsku lögreglunni á mánudagskvöld. Mikil umræða var um málið í skandinavískum fjölmiðlum í gær og hefur lögmaður Bach óskað eftir rannsókn á dauða hans. Bach var eftirlýstur af Interpol fyrir fjársvik í 182 löndum. Ekki er talið ólíklegt að hann hafi talið sig eltan af handrukkurum á vegum okurlánara frekar en lögreglunni. Bach hagnaðist verulega með því að svindla á bönkum sem höfðu lánað honum fé á 9. áratugnum og aftur á pýramídafyrirtækjabraski fyrir nokkrum árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×