Erlent

Með 300 ketti á heimilinu

Rúmlega 300 kettir voru fjarlægðir af heimili eldri konu í Virginíufylki í Bandaríkjunum á dögunum. Að sögn lögreglunnar á staðnum lítur hús konunnar afar vel út að utan, með slegnum garði og fallegum blómum, en grunur var farinn að leika á að ekki væri allt svo slétt og felt innandyra þegar nágrannarnir kvörtuðu yfir miklum óþef frá húsinu sem magnaðist sífellt. Þegar lögreglan fór svo að athuga málið kom í ljós að húsið var bókstaflega flæðandi af köttum og þá var jafnvel að finna innan í veggjum. Um þriðjungur kattanna var dauður. Konan, sem er á níræðsialdri, var ákærð fyrir ólöglegt dýrahald og slæmrar meðferðar á köttunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×