Erlent

Tvennum sögum fer af mannfalli

Tvennum sögum fer af mannfalli í sjálfsmorðssprengjuárás í verslunarmiðstöð í Ísrael fyrr í dag. Meðlimur öryggisveitar á vettvangi segir að a.m.k. 30 hafi látist. Annar heimildarmaður segir aðeins þrjá hafa farist. Hópur skæruliða Palestínumanna, sem kallar sig „Islamic Jihad", hefur lýst tilræðinu á hendur sér. Sprengingin átti sér stað í bænum Netanya sem er um tólf km frá Vesturbakkanum. Vopnahléi var komið á á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna í febrúar síðastliðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×