Erlent

Albert settur inn í furstaembættið

Hátíðarhöld hófust í Monte Carlo í Mónakó í morgun í tilefni af innsetningu Alberts prins í embætti Mónakófursta en Rainier fursti, faðir hans, lést eftir langvarandi veikindi í apríl síðastliðnum. Hátíðarhöldin hófust með messu í dómkirkjunni í Monte Carlo og voru systur Alberts, þær Karólína og Stefanía, meðal viðstaddra. Albert er 47 ára og ókvæntur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×