Erlent

Lögreglumaður særðist í sprengingu

Einn lögreglumaður særðist lítillega þegar sprengja sprakk á kaffihúsi í menningarhúsi Ítalíu í Barcelona á Spáni í morgun. Sprengjan er sögð hafa verið heimatilbúin og hafði henni verið komið fyrir í kaffivél á staðnum. Fjölmiðlar á Spáni greina frá því að spænska lögreglan sé að kanna möguleikann á því hvort að ítalskir stjórnleysingjar standi á bak við sprenginguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×