Erlent

Hafnar aðstoð Bandaríkjamanna

Fidel Castro, forseti Kúbu, hafnaði 50 þúsund dollara aðstoð frá Bandaríkjastjórn í gær eftir að fellibylurinn Dennis reið þar yfir um helgina. Castro ávarpaði þjóð sína og sagði að það væri alveg ljóst að Kúba myndi aldrei þiggja neina aðstoð frá Bandaríkjunum. Kúba hefur áður hafnað aðstoð frá Bandaríkjunum eftir fellibyli en Castro sagði að hann myndi einnig hafna aðstoð frá Evrópu ef hún byðist. Þá sagði Castro að ef Bandaríkjastjórn vildi hjálpa ætti hún heldur að fella úr gildi viðskiptabann við landið. Fellibylurinn Dennis felldi tíu manns á Kúbu á föstudag og eyðilagði yfir hundrað heimili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×