Erlent

Einn látinn vegna fellibylsins

Að minnsta kosti einn maður lét lífið er fellibylurinn Dennis fór um Georgíuríki í Bandaríkjunum í gær en hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins og þeirra flóða sem myndast hafa í kjölfarið. Hjólhýsaeigendur hafa farið einna verst út úr flóðunum enda reynst erfitt að færa þau til í færð sem þessari. Búist er við áframhaldandi rigningu og þar af leiðandi flóðum á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×