Innlent

Fundað um breytingar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, fundar í dag með samstarfsaðilum Reykjavíkurborgar um Menningarnótt. Á fundinum verður rætt hvort tilefni sé til að halda Menningarnótt með öðrum hætti en hefur verið undanfarin ár vegna drykkjuláta og ofbeldis sem einkenndu aðfaranótt sunnudags, eftir að skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur leggur meðal annars til að Menningarnótt verði ekki haldin að ári eða að hún verði haldin á sunnudegi, í viðtali við Fréttablaðið sem birt verður á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×