Ekki treyst til að skrifa fréttir 25. ágúst 2005 00:01 Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Sigmundur Sigurgeirsson, sem hefur starfað við svæðisútvarpið, um nokkurt skeið heldur úti bloggsíðu. Þann 13. ágúst skrifaði Sigmundur pistil þar sem Baugsfjölskyldunni og bankastjórum KB Banka voru ekki vandaðar kveðjurnar. „Það ætti að vera hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski,“ sagði Sigmundur í pistlinum og hélt svo áfram..... „Hyski af ódýrustu sort, svo tengt sé við fyrirtækið þeirra. Ekki skal ég stíga fæti mínum inn fyrir dyr þeirrar búðar aftur eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra gegn þessu skítapakki.............. Þetta lið sem hefur nóg fé á milli handanna og tímir svo ekki að greiða rétt gjöld fyrir jeppana sína. Skítapakk og allt þetta andskotans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bakið á þessu á allt skömm. Mér er skapi næst að fara til Ingimundar hér út í banka og færa viðskiptin í einhvera minna skítuga stofnun.“ Seinni partinn í dag var pistill Sigmundar horfinn af heimasíðunni og í staðinn hafði Sigmundur skrifað nýjan pistil eftir samtal við blaðamann DV. Þar viðurkenndi Sigmundur að það væri kannski athugunarleysi hjá sér að halda dagbók á vefnum og auk þess hefði hann verið harðorður í garð fólks sem hann ekki þekkti. Sigmundur sagðist ekki vanur að vera orðljótur og óskaði jafnan engum ills. Sagðist hann biðja viðkomandi forláts og á meðan hann hugsaði málið yrði pistillinn ekki lengur á vefnum. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni, forstöðumanns fréttasviðs, sem hann sendi frá sér síðdegis segir hann að það sé mat sitt og Óðins Jónssonar, fréttastjóra Útvarps, að með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að þeir treystu honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu. Það er ekki í höndum þeirra Boga og Óðins að segja Sigmundi upp. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að lögfræðingur Ríkisútvarpsins væri að fara yfir málið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Ekki náðist í Sigmund sjálfan í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Sigmundur Sigurgeirsson, sem hefur starfað við svæðisútvarpið, um nokkurt skeið heldur úti bloggsíðu. Þann 13. ágúst skrifaði Sigmundur pistil þar sem Baugsfjölskyldunni og bankastjórum KB Banka voru ekki vandaðar kveðjurnar. „Það ætti að vera hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski,“ sagði Sigmundur í pistlinum og hélt svo áfram..... „Hyski af ódýrustu sort, svo tengt sé við fyrirtækið þeirra. Ekki skal ég stíga fæti mínum inn fyrir dyr þeirrar búðar aftur eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra gegn þessu skítapakki.............. Þetta lið sem hefur nóg fé á milli handanna og tímir svo ekki að greiða rétt gjöld fyrir jeppana sína. Skítapakk og allt þetta andskotans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bakið á þessu á allt skömm. Mér er skapi næst að fara til Ingimundar hér út í banka og færa viðskiptin í einhvera minna skítuga stofnun.“ Seinni partinn í dag var pistill Sigmundar horfinn af heimasíðunni og í staðinn hafði Sigmundur skrifað nýjan pistil eftir samtal við blaðamann DV. Þar viðurkenndi Sigmundur að það væri kannski athugunarleysi hjá sér að halda dagbók á vefnum og auk þess hefði hann verið harðorður í garð fólks sem hann ekki þekkti. Sigmundur sagðist ekki vanur að vera orðljótur og óskaði jafnan engum ills. Sagðist hann biðja viðkomandi forláts og á meðan hann hugsaði málið yrði pistillinn ekki lengur á vefnum. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni, forstöðumanns fréttasviðs, sem hann sendi frá sér síðdegis segir hann að það sé mat sitt og Óðins Jónssonar, fréttastjóra Útvarps, að með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að þeir treystu honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu. Það er ekki í höndum þeirra Boga og Óðins að segja Sigmundi upp. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að lögfræðingur Ríkisútvarpsins væri að fara yfir málið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Ekki náðist í Sigmund sjálfan í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira