Ekki treyst til að skrifa fréttir 25. ágúst 2005 00:01 Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Sigmundur Sigurgeirsson, sem hefur starfað við svæðisútvarpið, um nokkurt skeið heldur úti bloggsíðu. Þann 13. ágúst skrifaði Sigmundur pistil þar sem Baugsfjölskyldunni og bankastjórum KB Banka voru ekki vandaðar kveðjurnar. „Það ætti að vera hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski,“ sagði Sigmundur í pistlinum og hélt svo áfram..... „Hyski af ódýrustu sort, svo tengt sé við fyrirtækið þeirra. Ekki skal ég stíga fæti mínum inn fyrir dyr þeirrar búðar aftur eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra gegn þessu skítapakki.............. Þetta lið sem hefur nóg fé á milli handanna og tímir svo ekki að greiða rétt gjöld fyrir jeppana sína. Skítapakk og allt þetta andskotans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bakið á þessu á allt skömm. Mér er skapi næst að fara til Ingimundar hér út í banka og færa viðskiptin í einhvera minna skítuga stofnun.“ Seinni partinn í dag var pistill Sigmundar horfinn af heimasíðunni og í staðinn hafði Sigmundur skrifað nýjan pistil eftir samtal við blaðamann DV. Þar viðurkenndi Sigmundur að það væri kannski athugunarleysi hjá sér að halda dagbók á vefnum og auk þess hefði hann verið harðorður í garð fólks sem hann ekki þekkti. Sigmundur sagðist ekki vanur að vera orðljótur og óskaði jafnan engum ills. Sagðist hann biðja viðkomandi forláts og á meðan hann hugsaði málið yrði pistillinn ekki lengur á vefnum. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni, forstöðumanns fréttasviðs, sem hann sendi frá sér síðdegis segir hann að það sé mat sitt og Óðins Jónssonar, fréttastjóra Útvarps, að með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að þeir treystu honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu. Það er ekki í höndum þeirra Boga og Óðins að segja Sigmundi upp. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að lögfræðingur Ríkisútvarpsins væri að fara yfir málið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Ekki náðist í Sigmund sjálfan í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Sigmundur Sigurgeirsson, sem hefur starfað við svæðisútvarpið, um nokkurt skeið heldur úti bloggsíðu. Þann 13. ágúst skrifaði Sigmundur pistil þar sem Baugsfjölskyldunni og bankastjórum KB Banka voru ekki vandaðar kveðjurnar. „Það ætti að vera hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski,“ sagði Sigmundur í pistlinum og hélt svo áfram..... „Hyski af ódýrustu sort, svo tengt sé við fyrirtækið þeirra. Ekki skal ég stíga fæti mínum inn fyrir dyr þeirrar búðar aftur eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra gegn þessu skítapakki.............. Þetta lið sem hefur nóg fé á milli handanna og tímir svo ekki að greiða rétt gjöld fyrir jeppana sína. Skítapakk og allt þetta andskotans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bakið á þessu á allt skömm. Mér er skapi næst að fara til Ingimundar hér út í banka og færa viðskiptin í einhvera minna skítuga stofnun.“ Seinni partinn í dag var pistill Sigmundar horfinn af heimasíðunni og í staðinn hafði Sigmundur skrifað nýjan pistil eftir samtal við blaðamann DV. Þar viðurkenndi Sigmundur að það væri kannski athugunarleysi hjá sér að halda dagbók á vefnum og auk þess hefði hann verið harðorður í garð fólks sem hann ekki þekkti. Sigmundur sagðist ekki vanur að vera orðljótur og óskaði jafnan engum ills. Sagðist hann biðja viðkomandi forláts og á meðan hann hugsaði málið yrði pistillinn ekki lengur á vefnum. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni, forstöðumanns fréttasviðs, sem hann sendi frá sér síðdegis segir hann að það sé mat sitt og Óðins Jónssonar, fréttastjóra Útvarps, að með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að þeir treystu honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu. Það er ekki í höndum þeirra Boga og Óðins að segja Sigmundi upp. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að lögfræðingur Ríkisútvarpsins væri að fara yfir málið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Ekki náðist í Sigmund sjálfan í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira