Ekki treyst til að skrifa fréttir 25. ágúst 2005 00:01 Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Sigmundur Sigurgeirsson, sem hefur starfað við svæðisútvarpið, um nokkurt skeið heldur úti bloggsíðu. Þann 13. ágúst skrifaði Sigmundur pistil þar sem Baugsfjölskyldunni og bankastjórum KB Banka voru ekki vandaðar kveðjurnar. „Það ætti að vera hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski,“ sagði Sigmundur í pistlinum og hélt svo áfram..... „Hyski af ódýrustu sort, svo tengt sé við fyrirtækið þeirra. Ekki skal ég stíga fæti mínum inn fyrir dyr þeirrar búðar aftur eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra gegn þessu skítapakki.............. Þetta lið sem hefur nóg fé á milli handanna og tímir svo ekki að greiða rétt gjöld fyrir jeppana sína. Skítapakk og allt þetta andskotans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bakið á þessu á allt skömm. Mér er skapi næst að fara til Ingimundar hér út í banka og færa viðskiptin í einhvera minna skítuga stofnun.“ Seinni partinn í dag var pistill Sigmundar horfinn af heimasíðunni og í staðinn hafði Sigmundur skrifað nýjan pistil eftir samtal við blaðamann DV. Þar viðurkenndi Sigmundur að það væri kannski athugunarleysi hjá sér að halda dagbók á vefnum og auk þess hefði hann verið harðorður í garð fólks sem hann ekki þekkti. Sigmundur sagðist ekki vanur að vera orðljótur og óskaði jafnan engum ills. Sagðist hann biðja viðkomandi forláts og á meðan hann hugsaði málið yrði pistillinn ekki lengur á vefnum. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni, forstöðumanns fréttasviðs, sem hann sendi frá sér síðdegis segir hann að það sé mat sitt og Óðins Jónssonar, fréttastjóra Útvarps, að með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að þeir treystu honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu. Það er ekki í höndum þeirra Boga og Óðins að segja Sigmundi upp. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að lögfræðingur Ríkisútvarpsins væri að fara yfir málið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Ekki náðist í Sigmund sjálfan í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fréttir Innlent Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Yfirmenn frétta á Ríkisútvarpinu treysta ekki lengur forstöðumanni svæðisútvarpsins á Suðurlandi til að skrifa fréttir eftir að hann úthúðaði forsvarsmönnum Baugs og bankastjórum KB banka á bloggsíðu sinni. Lögfræðingur Ríkisútvarpsins er að fara yfir málið. Sigmundur Sigurgeirsson, sem hefur starfað við svæðisútvarpið, um nokkurt skeið heldur úti bloggsíðu. Þann 13. ágúst skrifaði Sigmundur pistil þar sem Baugsfjölskyldunni og bankastjórum KB Banka voru ekki vandaðar kveðjurnar. „Það ætti að vera hverjum manni auðséð að þetta Bónus pakk, Jóhannes og hans börn, eru ekkert annað en hyski,“ sagði Sigmundur í pistlinum og hélt svo áfram..... „Hyski af ódýrustu sort, svo tengt sé við fyrirtækið þeirra. Ekki skal ég stíga fæti mínum inn fyrir dyr þeirrar búðar aftur eftir að hafa lesið ákærur Ríkislögreglustjóra gegn þessu skítapakki.............. Þetta lið sem hefur nóg fé á milli handanna og tímir svo ekki að greiða rétt gjöld fyrir jeppana sína. Skítapakk og allt þetta andskotans bankastjórahyski í KB banka sem hefur verið að standa við bakið á þessu á allt skömm. Mér er skapi næst að fara til Ingimundar hér út í banka og færa viðskiptin í einhvera minna skítuga stofnun.“ Seinni partinn í dag var pistill Sigmundar horfinn af heimasíðunni og í staðinn hafði Sigmundur skrifað nýjan pistil eftir samtal við blaðamann DV. Þar viðurkenndi Sigmundur að það væri kannski athugunarleysi hjá sér að halda dagbók á vefnum og auk þess hefði hann verið harðorður í garð fólks sem hann ekki þekkti. Sigmundur sagðist ekki vanur að vera orðljótur og óskaði jafnan engum ills. Sagðist hann biðja viðkomandi forláts og á meðan hann hugsaði málið yrði pistillinn ekki lengur á vefnum. Í tilkynningu frá Boga Ágústssyni, forstöðumanns fréttasviðs, sem hann sendi frá sér síðdegis segir hann að það sé mat sitt og Óðins Jónssonar, fréttastjóra Útvarps, að með skrifum sínum hafi Sigmundur sýnt slíkt dómgreindarleysi að þeir treystu honum ekki lengur til að vinna við fréttir í Ríkisútvarpinu. Það er ekki í höndum þeirra Boga og Óðins að segja Sigmundi upp. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að lögfræðingur Ríkisútvarpsins væri að fara yfir málið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það. Ekki náðist í Sigmund sjálfan í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Fréttir Innlent Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira