Innlent

Karlmenn 85% prófessora

Samkvæmt úttekt Hagstofu Íslands á starfsfólki á Háskólastiginu eru karlmenn afgerandi fjölmennari en konur í stöðum rektora, prófessora og dósenta og einnig eru þeir fjölmennari meðal aðjúnkta og stundakennara. Fleiri konur eru hins vegar lektorar og í sérfræðistörfum ýmiss konar. Þá er hlutur þeirra einnig 70 prósent í skrifstofustörfum, ráðgjafastörfum, bókasöfnum og rekstri húsnæðis. Konur eru 51 prósent starfsmanna Háskóla, en þær gegna hlutastörfum frekar en karlmenn og eru stöðugildi þeirra 880 en stöðugildi karlmanna 956. Alls kenndu 1.617 einstaklingar í Háskólum en stöðugildin voru 1.132. Einungis 42 prósent starfsmanna eru í kennslu í fullu starfi og tveir af hverjum þremur kvenkyns kennurum eru í hlutastarfi. Alls voru starfsmenn háskóla tæplega 2.400. Enginn munur er á menntun prófessora eftir kynjum. Úttektin miðast við mars á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×