Erlent

Mestu dýraflutningar sögunnar

Yfirvöld í Kenía hófu í dag að flytja 400 fíla af friðlýstu svæði í landinu við strendur Indlandshafs vegna plássleysis. Um 600 fílar eru í Shimba Hills á svæði sem aðeins ber 200 fíla, en fílarnir hafa að undanförnu valdið nokkrum búsifjum hjá bændum á svæðinu. Fílarnir eru fyrst svæfðir en ætlunin er að flytja eina fjölskyldu á dag á sérstyrktum vörubílum í Tsavo East þjóðgarðinn sem er sá stærsti í landinu. Þar hefur fílastofninn átt undir högg að sækja eftir að veiðiþjófar fóru þar um á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Áætlað er að verkið taki átta mánuði en um er að ræða mestu dýraflutninga manna í sögunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×