Erlent

Áhersla á fjölskyldumál

Sænsku kvennasamtökin Feministiskt Initativ íhuga að stofan kvennalista og bjóða fram í næstu kosningum, að því er fram kemur á vefsíðu Sænska Dagblaðsins. Ákveðið verður hvort stofna eigi sérstakan stjórnmálaflokk á ársfundi kvennasamtakanna í næsta mánuði. Á meðal stefnumála flokksins verða kröfur um sex tíma vinnudag og einstaklingsbundinn réttur foreldra til að ráðstafa fæðingarorlofi sínu. Ein af þeim sem leiða undirbúningshóp fyrir stofnun stjórnmálaflokksins er Gudrun Schyman, fyrrum leiðtogi vinstrimanna í Svíþjóð. Hún segir marga sænska kjósendur leggja áherslu á fjölskyldumál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×