Erlent

Styr um fallna hermenn

Yfir þrjú hundruð japanskir þingmenn hafa hvatt Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans til þess að heimsækja musteri fallinna hermanna þegar þess er minnst, hinn fimmtánda þessa mánaðar, að sextíu ár eru liðin frá uppgjöf Japana í Síðari heimsstyrjöldinni. Fimmtán meiri háttar stríðsglæpamenn eru meðal þeirra sem heiðraðir eru í umræddu musteri. Kínverjar og Kóreumenn hafa ákaft mótmælt því að forsætisráðherra Japans heiðri minningu þessara manna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×