Erlent

Norðmenn vilja 130 milljónir

Í Tromsøhöfn. Spænski togarinn Monte Meixueiro affermdur.
Í Tromsøhöfn. Spænski togarinn Monte Meixueiro affermdur.

Norsk löggæsluyfirvöld fóru í gær fram á að útgerð spænsks togara, sem færður var til hafnar í Noregi fyrir meintar ólöglegar veiðar á Svalbarðamiðum í byrjun vikunnar, greiddi 13 milljónir norskra króna, andvirði rúmlega 130 milljóna íslenskra, í tryggingu fyrir hugsanlegum sektum sem hún kann að verða dæmd til að greiða.

Að öðrum kosti fái skipið ekki að yfirgefa Tromsø­­höfn þar sem skipið hefur legið við festar frá því á mánudag. Togararnir sem norska strandgæslan tók eru reyndar tveir, en mál þeirra hefur valdið milliríkjadeilu milli Noregs annars vegar og Spánar og Evrópusambandsins hins vegar. Spánn viðurkennir ekki lögsögu Norðmanna á Svalbarðamiðum og spænsk yfirvöld vilja að réttað verði í máli togaranna á Spáni en ekki í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×