Erlent

Póker leyfður í Svíþjóð

Sænska ríkisstjórnin hefur leyft fyrirtækinu Svenska Spel að reka pókerspil á Netinu. Veltan í netpóker í Svíþjóð er talin nema um tíu milljörðum sænskra króna eða um sjötíu milljörðum íslenskra króna. Þetta getur þýtt um sjö milljarða íslenskra króna í tekjur.

Talsmaður Svenska Spel telur að fyrirtækið verði komið með þriðjungs markaðshlutdeild eftir ár en það þýðir tekjur upp á rúmlega tvo milljarða króna. Þetta kom fram á sænskum vefmiðlum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×