Erlent

Svör berist fyrir febrúarlok

Terry Davis framkvæmdastjóri Evrópuráðsins.
Terry Davis framkvæmdastjóri Evrópuráðsins.

Terry Davis, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, brýndi í gær ríkisstjórnir aðildarríkjanna 46 um að skila innan þriggja mánaða greinargerð um meinta leynilega fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar CIA um lofthelgi þeirra og flugvelli.

Áður hafði Davis ritað ríkisstjórnunum bréf þar sem spurt er hvernig þær framfylgi ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu sem bannar ómannúðlega meðferð fanga og hvernig fylgst sé með athöfnum erlendrar leyniþjónustu í lögsögu þeirra, og hvort í gildi séu í löndum þeirra lög sem hindri að þar séu rekin leynileg fangelsi eða stundaðir fangaflutningar á laun.

Davis sagði rannsóknina á hinum meintu fangaflutningum og leynifangelsum munu ná aftur til ársins 2002. Dick Marty, sem stýrir rannsókninni á vegum Evrópuráðsins, greindi frá því að hann hefði árið 2002 fyrst heyrt orðróm um að CIA ræki leynilegar starfsstöðvar í austanverðri Evrópu þar sem hún héldi meintum hryðjuverkamönnum föngnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×