Erlent

Rétt öld frá landgöngu Hákons VII

Konungsfjölskyldan. Haraldur V Noregskonungur ásamt Mette-Marit prinsessu, Sonju drottningu og Hákoni krónprins í október sl.
Konungsfjölskyldan. Haraldur V Noregskonungur ásamt Mette-Marit prinsessu, Sonju drottningu og Hákoni krónprins í október sl.

Í tilefni af því að rétt öld er liðin frá því að norsk konungshjón settust aftur í hásæti í Ósló hófust í gær hátíðahöld um allan Noreg til að minnast þessara tímamóta.

Hinn 25. nóvember 1905 sté hinn 33 ára gamli danski prins Kristján Friðrik Karl Georg Valdimar Axel á land í Ósló sem Hákon VII, konungur Noregs. Með honum í för á norska herskipinu Heimdalli var eiginkona hans, Maud, dóttir Játvarðs VIII Englandskonungs, og sonurinn ­Ólafur krónprins.

Gríðarlegur mannfjöldi bauð fjölskylduna velkomna á hafnarbakkanum á þessum svala vetrardegi fyrir réttum 100 árum. Með komu hans til Óslóar var norska konungsríkið endurreist og sambandsslitin við Svíþjóð að fullu komin til framkvæmda.

"Hákon varð að tákni fyrir sjálfstæði Noregs," sagði Carl Grimstad, starfsmaður norsku hirðarinnar, í sjónvarpsviðtali. Núverandi konungur, Haraldur V, er sonarsonur Hákons VII.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×