Erlent

Lög um samráð verði hert

Allt að þrjátíu þúsund ný störf gætu orðið til í Danmörku ef samkeppnisumhverfið yrði eins og í Bandaríkjunum. Þetta er mat efnahagsráðgjafa dönsku ríkisstjórnarinnar og greint var frá í dagblaðinu Politiken.

Ráðgjafarnir telja að efla þurfi samkeppniseftirlit verulega til að ná þessu marki. Einnig þurfi að fella niður fast verðlag, til dæmis á lyfjum og tóbaki. Efnahagsráðherra Danmerkur hefur tekið undir með ráðgjöfunum og segir að von sé á strangari lögum um samráð strax á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×