Erlent

Ráðast á uppreisnarmen í Anbar

Bandaríkjamenn skutu í gær úr lofti á Anbar-hérað í Írak þar sem fjöldi uppreisnarmanna heldur til. Í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher í morgun segir að aðgerðirnar beinist að borginni Haqlaniya sem er sterkt vígi uppreisnarmanna. Í yfirlýsingunni segir að tveimur 500 kílógramma sprengjum hafi verið varpað í kjölfar þess að uppreisnarmenn sátu fyrir herjeppa og skutu að honum með vélbyssu. Í gær voru tuttugu og níu uppreisnarmenn teknir höndum í Anbar-héraði og eins lögðu hermenn hald á mikið af vopnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×